16:05
Síðdegisútvarpið
24. apríl
Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið að kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess að kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Nú hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið að hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt að tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru að fara að kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig að mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið að boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Sumarið er komið, það var staðfest með dagatalinu þegar Sumardagurinn fyrsti rann upp á fimmtudaginn var. Á hverju vori hafa Sniglar og Samgöngustofa haldið svokallaðan vorfund þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði sem bifhjólamenn þurfa að hafa í huga fyrir komandi mánuði. Einnig er farið yfir slysatölfræði og fleiri skyld mál er varða öryggi þeirra. Slíkur fundur var einmitt haldinn á Sumardaginn fyrsta. Það hefur einnig verið venja að einhverjir bifhjólamenn segja frá því sem fyrir augu þeirra hefur borið, jafnt innanlands sem utan. Þær Jokka G. Birnudóttir, meðstjórnandi í stjórn Sniglanna og formaðurinn, Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir, komu til okkar í spjall.

Eins og kunnugt er í fréttum þá strandaði flutningaskipið Wilson Skaw við Ennishöfða í Húnaflóa og er nú unnið að því að tæma það svo hægt sé að draga það í fyrstu til Hólmavíkur og síðan til Akureyrar í viðgerð. Varðskipið Freyja er nú við skipið og vinnur í því að færa til saltfarminn. Við hringdum beint í brúnna á Freyju og töluðum við Einar Valsson skipherra.

Vegfarandur um Nýju Hringbrautina í Reykjavík hafa tekið eftir að framkvæmdir eru hafnar í Hljómaskálagarðinum, þessum sívinsæla garði höfuðborgarbúa. En hvað er verið að gera þarna og verður garðurinn lokaður í sumar vegna þessa? Við vitum að hönnunin á breytingunum var gerð í samvinnu við viðburðateymi borgarinnar sem hefur mikla reynslu af skipulagningu viðburða í miðborginni og þekkir því þarfirnar vel. Við hringdum því í Björg Jónsdóttur sem er yfir viðburðadeild Reykjavíkurborgar.

Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir hafa lengi dreymt um að framleiða veganosta á Íslandi. Nú má segja að draumurinn hafi ræst því þau eru komin með starfsleyfi, sem er það fyrsta sem veitt hefur verið hér á landi til grænkera ostagerðar. Framleiðsla er hafin í Hveragerði undir merkjum Lifefood og næsta skref er að koma þessu á markað. Erlendur Eiríksson var á línunni.

Ungmennafélag Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal keppti um helgina í Íslandsmóti barna og unglinga í karate. Þetta er í fyrsta sinn sem iðkendur félagsins keppa á landsvísu en karate hefur verið iðkað hjá félaginu í um tvö ár. María Helga Guðmundsdóttir, karateþjálfari hjá Hrafnkeli Freysgoða, sem einnig er jarðfræðingur og þýðandi var á línunni.

Var aðgengilegt til 23. apríl 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,