15:03
Heimskviður
144| Flóttamannavandi Ítala og ofbeldi í kvennafangelsum Bandaríkjanna
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Flóttamannastraumurinn frá Norður-Afríku, yfir Miðjarðarhafið og til Ítalíu hefur fjórfaldast síðan í fyrra og kostað gífurlegan fjölda mannslífa. Orsakar straumsins er að leita í verra ástandi í þessum löndum, einkum Túnis. Og þetta allt saman veldur miklum vandræðum á Ítalíu. Stjórnvöld þar, sem hafa á stefnuskránni að draga úr þessum flóttamannastraumi, hafa lýst yfir neyðarástandi og segjast ekki ráða við þennan mikla fjölda. Almenningur á Ítalíu er klofinn í afstöðu til þess hvort flóttamennirnir eigi að fara eða vera. Í fyrri hluta þáttarins skoðar Hallgrímur Indriðason málið með aðstoð þeirra sem til þekkja, bæði út frá stöðu flóttamannanna, en líka landsins sem þarf að taka við þeim.

Rúmlega 172 þúsund konur og stúlkur sitja inni í fangelsum Bandaríkjanna. Innan veggja eins þeirra, í Dublin alríkisfangelsinu í Kaliforníu, hafa fjölmargar konur sagt frá hrikalegri meðferð og ítrekuðu kynferðisofbeldi af hendi fangavarða. Dublin fangelsið er oft kallað nauðgunarklúbburinn af bæði föngum og fangavörðum. Misnotkun á föngum og þöggun þar um hefur staðið yfir um árabil en flóðgáttirnar hafa verið að opnast undanfarna mánuði. En það sem bíður margra þeirra kvenna sem hafa sagt frá, sem eru flestar innflytjendur eða konur án bandarísks ríkisfangs, er að vera vísað úr landi. Jóhannes Ólafsson fjallar um konur í fangelsum í Bandaríkjunum í síðari hluta þáttarins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,