06:50
Morgunvaktin
Söfnun, líffræðileg fjölbreytni, Evrópuráðið og menntamál
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Guðmundur Höskuldsson, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar, sagði frá söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni í snjóflóðunum í Neskaupstað 27. mars. Vel hefur gengið að safna en enn er tekið á móti framlögum.

Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, fjallaði um líffræðilega fjölbreytini en bæði dýrum og jurtum hefur fækkað mikið. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og segir Skúli að þar þurfi stjórnvöld að grípa inn og leggja lóð á vogarskálarnar ásamt almenningi og fræðasamfélaginu.

Björn Malmquist fréttamaður ræddi um Evrópuráðið; hlutverk þess, starfsemi og Reykjavíkurfundinn en Björn var staddur í Strassborg í síðustu viku þar sem hann ræddi meðal annars við framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og sendiherra Íslands, Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem gegnir formennsku í ráðinu.

Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, fór yfir hlutverk nýrrar stofnunar sem sett verður á laggirnar á komandi mánuðum. Mennta- og barnamálaráðherra mælir fyrir stofnun hennar á Alþingi í dag. Þórdís segir mikilvægt að grípa börn fyrr en gert er í dag og bendir til að mynda á að þegar barn kemur vopnað hnífi í skólann þá sé það ekkert sem gerist upp úr þurru. FJölmörg viðvörunarljós hafi blikkað áður en slíkt gerist.

Tónlist:

Hjarta mítt - Eivör Pálsdóttir,

Swirl - Coney Island Babies,

Morgunsól - Magnús Jóhann Ragnarsson og GRDN.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,