06:50
Morgunútvarpið
24. apríl - Wilson Skaw, orðræða um innflytjendur og jafnréttismál
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson.

Ákveðið var í gærkvöldi að draga flutningaskipið Wilson Skaw ekki til Akureyrar, eins og stefnt var að í gær. Við ræddum við Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, í upphafi þáttar en gæslan fundar með eigendum skipsins í dag um næstu skref.

Í sumar lækkar endurgreiðsluhlutfall á virðisaukaskatti vegna byggingaframkvæmda úr 60% og niður í 35% en lægra hefur það ekki verið síðan á níunda áratugnum. Við ræddum málið við Sigurð Hannesson framkvæmdarstjóra Samtaka Iðnaðarins

Þrjú börn undir átján ára aldri sæta nú gæsluvarðhaldi grunuð um að vera völd að dauða 27 ára karlmanns í Hafnarfirði seint í síðustu viku. Eitt barnanna er vistað á fangelsinu á Hólmsheiði en hin tvö í sérstöku úrræði barnaverndaryfirvalda. Við ræddum aðbúnað barna sem sæta einangrunarvist og flókin viðfangsefni því tengdu við Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.

Greint hefur verið frá því í fréttum að pólska samfélagið á Íslandi upplifi óöryggi eftir að pólskur maður var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Við ræddum orðræðuna sem fór af stað um Pólverja, innflytjendur og þróun í þeim málum, í kjölfar þessara frétta við Jasminu Vajzovic Crnac, leiðtoga alþjóðamála á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, og Martynu Ylfu Suszko, sem er af pólskum uppruna og starfar sem túlkur.

Karlalið í Lengjudeildinni, fyrstu deild í knattspyrnu, fengu eina milljón króna í réttindagreiðslur á síðasta keppnistímabili frá Íslenskum Toppfótbolta, fjórfalt meira en kvennaliðin sem fengu 260 þúsund krónur. Þetta kemur fram í frétt Heimildarinnar af málinu. Við ræddum málið við Önnu Þorsteinsdóttur formann hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna.

Við fórum síðan yfir það sem bar hæst í íþróttaheiminum núna um helgina í lok þáttar.

Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-24

DAÐI FREYR - Thank You.

DEPECHE MODE - Ghosts Again.

JET - Look What You?ve Done.

CHRISTINE AND THE QUEENS - Je te vois enfin.

EMILÍANA TORRINI

Var aðgengilegt til 23. apríl 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,