12:42
Þetta helst
Ekki slæmur ávani heldur lífshættulegur sjúkdómur
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,