06:50
Morgunútvarpið
17. feb. - Lítil bók, fréttaflutningur, miðlalæsi, vaðlaug o.fl.
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Ingvar Þór Björnsson og Hulda Geirsdóttir.

Þórunn Valdimarsdóttir hefur gefið út hátt í 30 bækur, sagnfræðileg stórvirki, glæpasögur og ævisögur svo eitthvað sé nefnt. En hennar nýjasta verk er af allt öðrum toga, lítil bók um stóra hluti nánar tiltekið. Við spjölluðum við Þórunni og forvitnuðumst um þessa nýju bók.

Fréttaflutningur af stórum sakamálum hefur breyst að undanförnu, en breytinguna má rekja til lagasetningar dómsmálaráðherra árið 2019 þess efnis að ekki megi segja svokallaða samtímaendursögn úr réttarhöldum. Blaðamannafélagið hefur reynt að fá þessu hnekkt enda um meiriháttar breytingu á fréttaflutningi af dómsmálum að ræða auk þess sem þinghald er opið, þ.e. það eiga allir að geta heyrt og séð það sem þar fer fram. Við ræddum þetta mál við Jóhann Óla Eiðsson lögfræðing og Brynjólf Þór Guðmundsson fréttamann hjá RÚV, en þeir hafa m.a. tekið þátt í að reyna að fá þessum reglum breytt.

Um þriðjungur Íslendinga telur að leynileg samtök á Íslandi hafi oft mikil áhrif á pólitískar ákvarðanir og að djúpríkið sé meinsemd sem hafi grafið um sig í íslensku stjórnkerfi. Könnunin afhjúpar Íslendinga þó sem upp til hópa frjálslynt og vísindasinnað fólk sem mislíkar þau sem setja sig upp á móti bólusetningum og afneita loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar um upplýsingaóreiðu. Við fengum til okkar Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.

Að vanda gerðum við upp vikuna með góðum gestum, að þessu sinni með þeim fyrrverandi Kveikskonum Þóru Arnórsdóttur og Láru Ómarsdóttur.

Ingunn Lára Kristjánsdóttir var á sínum stað að vanda í lok þáttar með ylvolg tíðindi af ríka og fræga fólkinu. Að þessu sinni rýndi hún í stórkostlega hálfleikssýningu Rihönnu á SuperBowl sl. sunnudagsnótt og skoðaði líka aðeins hjónaskilnaði í Hollywood.

Tónlist:

KK - Á æðruleysinu.

Omar Appollo - Evergreen (You didn't deserve me at all).

Amy Winehouse - Our day will come.

Harry Styles - Sign of the times.

Rihanna - Love on the brain.

Dua Lipa - Love again.

Var aðgengilegt til 17. febrúar 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,