06:50
Morgunvaktin
Ráðlagður dagskammtur, ferðaspjall og réttindi fatlaðs fólks
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Ráðlagður dagskammtur var á dagskrá þáttarins, Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði, var með okkur klukkan hálf átta. Eftir helgi eru stórir át-dagar; bolludagur og sprengidagur og Anna Sigríður fór meðal annars yfir núvitund og skammtastærðir.

Ferðaspjallið var á sínum stað eftir morgunfréttir klukkan átta. Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista sagði okkur meðal annars frá stöðu Play og því hvernig gervigreind getur haft áhrif á alls konar ferðaþjónustu. Við fórum líka aðeins yfir áhrif verkfallanna sem var frestað í gærkvöldi.

Að lokum var fjallað um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í gær var haldið stórt samráðsþing þar sem fjallað var um landsáætlun að lögfesta samninginn. Yfirskrift þingsins var Ný framtíð og meðal þeirra sem tók þar til máls var Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagi Íslands. Hún var gestur okkar og sagði nánar frá samningnum og mikilvægi þess fyrir fatlað fólk.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

Ronettes, The - Be my baby.

Magnús Eiríksson, Kristján Kristjánsson Tónlistarm. - Kóngur einn dag.

Mannakorn - Á rauðu ljósi.

John, Elton - Rocket man (I think it's going to be a long long time).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,