12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 17. febrúar 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Reykkafarar fylgdu íbúum á áfangaheimili út úr brennndi húsi í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun.

Tæplega þúsund félagar í Eflingu mættu til vinnu í morgun eftir að verkföllum var frestað til miðnættis á sunnudag. Deilendur eru vongóðir um að ná saman áður en verkfallsfresturinn rennur út.

Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð við Herðubreið í morgun. Orsök hans má mögulega rekja til landriss og kvikuinnskots í Öskju.

Utanríkisráðherra er meðal rúmlega hundrað þjóðarleiðtoga og ráðherra á árlegri ráðstefnu um öryggismál sem hefst í München í Þýskalandi í dag.

Prófessor í sagnfræði segir að tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður sé misráðin. Safnið veiti ómetanlega þjónustu. Hann vonar að tillagan verði felld.

Öryggisvörður í sendiráði Bretlands í Berlín í Þýskalandi, var í morgun dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir rússnesk stjórnvöld.

Flugfargjald til meginlands Evrópu gæti hækkað um allt að ellefu þúsund krónur, verði kerfi Evrópusambandsins fyrir losunarheimildir í flugi tekið óbreytt upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í gær eftir langvarandi meiðsli og yljaði áhorfendum með þremur fuglum á síðustu þremur holunum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,