16:05
Síðdegisútvarpið
17.febrúar
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Við ætlum að ræða manneklu á leikskólum í Reykjavík og það hvernig hún getur verið stór streituvaldandi þáttur í lífi fjölskyldna sem þurfa að nýta sér þjónustuna. Við fáum til okkar á eftir Elísabetu Daðadóttur lækni og unnusta hennar Snorra Traustason lyfjafræðing. Þau eru búsett í Grafarvoginum og eiga tvö börn, tveggja og þriggja ára. Elísabet sendi nýverið bréf á alla fulltrúa í Skóla og frístundaráði Reykjavíkurborgar og birti í kjölfarið færslu á fésbókar síðu sinni þar sem hún talaði um að flestir hefðu heyrt fréttir af mikilli manneklu á leikskólum Reykjavíkurborgar. En ekki væri víst að allir geri sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið er orðið. Elísabet og Snorri koma til okkar og segja okkur sína sögu.

Bolludagurinn er á mánudaginn, þjóðin elskar bolludaginn. Við tökum forskot á sæluna og fáum að heyra allt um tilurð bolludagsins og skyggnumst inn í það hvernig þeir sem eru að búa til bollur í þúsundavís undirbúa stóra daginn. Gísli Þorsteinsson sagnfræðingur og sölu og markaðsstjóri Gæðabaksturs kemur til okkar.

Jafnréttisstofa hleypti þann 30. september af stokkunum vitundarvakningunni Meinlaust? Vitundarvakningunni er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Jafnréttisstofa leitaði til Samtakanna '78 til að safna saman sögum af áreitni sem hinsegin fólk hefur orðið fyrir í samfélaginu. Megnið af áreitni er svokallað öráreiti. En hvað er öráreiti og hvernig komum við auga á það til að svara þessum spurningum og fleirum varðandi Meinlaust ?samstarf Jafnréttisstofu og Samtakanna '78 kemur Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna 78.

Kominn er miður febrúar og daginn tekur nú að lengja á ný. Nú styttist í komu lóunnar, sauðburðinn, bjartar nætur, útilegur, grill og gleði. Vorboðinn ljúfi Söngvakeppnin gerir vart við sig en fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar verður í beinni hér á RÚV annað kvöld en þá taka fimm lög þátt og keppast um það að komast áfram í úrslitin sem haldin verða 4.mars. Við ætlum að hita upp fyrir kvöldið á morgun með kynnum keppninnar í ár, þeim Ragnhildi Steinunni, Sigga Gunnars og Unnsteini Manúel.

Og þó svo að margir séu í Söngvakeppnis búbblunni þá ákváðum við að bjóða upp á að auki eitthvað allt annað hér á sjötta tímanum þegar við fáum íslensku Iron Maiden tribute sveitina Maideniced til okkar. Þeir ætla að taka fyrir okkur Iron Maiden lag í órafmagnaðri útgáfu, eitth

Var aðgengilegt til 17. febrúar 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,