11:03
Mannlegi þátturinn
Hilmar og Hera föstudagsfeðgin og matarspjall um saltkjöt og bollur
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn feðginin Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri og Hera Hilmarsdóttir leikkona. Í næstu viku fer kvikmyndin Á ferð með mömmu í almenna sýningu. Hún er eftir Hilmar og Hera leikur í myndinni. Við ræddum við þau feðgin um samvinnuna, kvikmyndir, tónlistina og auðvitað um nýju kvikmyndina Á ferð með mömmu.

Í matarspjalli dagsins var ekki komist hjá því að ræða dagana sem koma beint eftir helgi, bolludaginn og sprengidaginn. Hvernig bollur eru bestar, hvað með saltkjötið?

Tónlist í þættinum í dag

Viltu, viltu / Hilmar Oddsson (Hilmar Oddsson)

Heppinn / Birgir Ísleifur og Lay Low (Hilmar Oddsson)

Uglan / Melchior (Hilmar Oddsson)

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,