18:00
Spegillinn
Bankavextir hækka, óveður í Danmörku, hæsta einkunn í hjúkrunarfræði
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 17. febrúar 2023

Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Honum verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar frestaði í gærkvöld öllum verkföllum fram á miðnætti aðfaranætur mánudags. Stóru viðskiptabankarnir tilkynntu allir um vaxtahækkanir í dag. Óverðtryggðir vextir á lánum hjá Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka hækka allir um 0,5 prósentustig, ef frá eru talin ný óverðtryggð íbúðalán í Landsbankanum.

Hátt á þriðja hundrað íbúar í þremur fjölbýlishúsum í Kaupmannahöfn hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óveðurslægðin Ottó fer yfir Danmörku og er talið óvíst að húsin standi af sér storminn.Alexander Kristjánsson sagði frá.

Mikið uppbyggingarstarf er framundan eftir eldsvoða á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins, segir að allt kapp hafi verið lagt á að finna húsaskjól fyrir 27 manns sem þar bjuggu. Það tókst undir kvöld. Andri Yrkill Valsson ræddi við Arnar.

Níu yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra halda stórauknum lífeyrisréttindum, sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri færði þeim. Landsréttur staðfesti í dag að Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafi ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi forvera síns. Alexander Kristjánsson sagði frá.

Kandídatinn Kristófer Kristófersson útskrifaðist í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í BS-námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á útskriftarathöfn í Háskólabíói. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við hann.

Langvarandi landris við Öskju og jarðhiti virðist valda bráðnun íss á Öskjuvatni. Eldfjallafræðingur sem flaug yfir eldstöðina í gær segir kviku liggja grunnt undir yfirborðinu. Eldgos í Öskju geta verið nokkuð stór. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ármann Höskuldsson um stöðu mála við Öskju.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir, mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks í Bretlandi, sem komi einnig fram sem klofningur innan hinsegin samfélagsins. Trans fólk er óttaslegið og sorgmætt eftir morðið á sextán ára trans stúlkunni Briönnu Ghey, sem var stungin til baka af jafnöldrum sínum í vikunni. Alma Ómarsdóttir talaði við Uglu.

Á annað hundrað flugfélög í heiminum hafa orðið gjaldþrota síðastliðin fjögur ár. Þess er krafist að reglum verði breytt til þess að flugfélögin beri sjálf kostnaðinn af að koma farþegu

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,