18:10
Söngleikir samtímans - Ísland
Góðan daginn faggi
Söngleikir samtímans - Ísland

Söngleikir hafa alveg sérstakt aðdráttarafl. Í söngleikjum samtímans fjallar Karl Pálsson um nýja söngleiki sem settir hafa verið upp beggja megin Atlantshafsins síðustu fimm árin. Við hlýðum á brot úr þeim og kynnumst umfjöllunarefnunum í nýjustu og ferskustu verkunum. Jafnframt er fjallað um nýja íslenska söngleiki.

Umsjón: Karl Pálsson.

Söngleikur dagsins er sjálfsævisögulegt verk um baráttu Bjarna Snæbjörnssonar við hugsanir sínar og annarra um samkynhneigð sína. Söngleikurinn sló gegn í Þjóðleikhúskjallaranum og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Söngleikur dagsins er Góðan daginn faggi.

Viðmælendur: Bjarni Snæbjörnsson, Axel Ingi Árnason og Gréta Kristín Ómarsdóttir

Var aðgengilegt til 16. janúar 2023.
Lengd: 45 mín.
,