16:05
Rokkland
Laddi - einn voða skemmtilegur!
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Laddi (Þórhallur Sigurðsson) hefur áratugum saman skemmt okkur íslendingum og glatt okkur við öll möguleg tækifæri. Honum hefur tekist það svo vel að hann var sæmdur Fálkaorðunni fyrir nokkrum árum.

Laddi er hrein þjóðargersemi ? einn fyndnasti og skemmtilegasti maður landsins frá upphafi íslandsbyggðar. Laddi byrjaði í Sjónvarpinu um 1970 með Halla bróður sínum og svo Gísla Rúnari. Hann var í Heilsubælinu, Imbakassanum, Spaugstofunni, hjá Hemma Gunn og í fjölmörgum áramótaskaupum, síðast núna á gamlárskvöld.

Ég sá hann fyrst í íþróttahúsinu á Akranesi með Halla líklega 1975 og heillaðist þá strax ? man ennþá eftir því. Fyrsta platan út 1976 ? með Halla og Ladda og Gísla Rúnari ? Látum sem ekkert C sem þótti alveg gríðarlega skemmtileg og var hálfgerð bylting í íslenskri plötuútgáfu og gríni. Síðan hafa áratugirnir liðið og Laddi alltaf með okkur. Nú er hann að verða 75 ára 20. janúar og ætlar að halda upp á það sem afmælissýningu í Háskólabíó í mars.

Það er alltaf nóg að gera hjá Ladda enda eftirspurnin eftir hans kr0ftum nóg. En mér tókst að plata hann í Rokkland dagsins til að spjalla um músíkina hans fyrst og fremst, en Alda Music var að gefa út safnplötu sem heitir; Það er aldeilis, og hefur að geyma vinsælustu lög Ladda frá upphafi til dagsins í dag. Tvöfaldur diskur og þrefaldur vinyll. Við tölum um músík í þættinum, en líka Spotify, hvernig hann semur, um fálkaorðuna, myndlistina og allt mögulegt.

Var aðgengilegt til 16. janúar 2023.
Lengd: 1 klst. 47 mín.
,