20:50
Heimskviður
92 | Óöldin í Kasakstan er sagan að endurtaka sig í Bosníu?
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Við hefjum þáttinn í Kasakstan. Þetta dularfulla land Kasakstan náði nefnilega að fanga athygli umheimsins um stund í vikunni sem leið. Það er nefnilega svo að frá áramótum hafa að minnsta kostið 164 Kazakar, mest megnis almennir borgarar, látið lífið í átökum milli mótmælenda og öryggissveita, og tæplega tíu þúsund manns hafa verið handtekin. Þessum mótmælum, sem er nú er lokið, eru mestu átök sem brotist hafa út í landinu frá því Sovétríkin liðuðust í sundur og landið öðlaðist sjálfstæði árið 1991. Frasinn frægi, að það sé víða pottur brotinn einhversstaðar, á nefnilega vel við um Kasakstan. Við ræðum við Yerzhönu Akhtmezhanovu, sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1997.

Fyrir tæpum þrjátíu árum frömdu Bosníuserbar hryllileg voðaverk í stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu - meðal annars fjöldamorð á þúsundum manna í bænum Srebrenica. Stríðið endaði á því að þeir urðu hluti af Bosníu, en með sjálfsstjórn. Nú eru Bosníu-Serbar með þjóðernissinnaðan leiðtoga sem hefur dregið þá úr sameiginlegum stofnum Bosníu-Herzegóvínu. Er sagan frá því fyrir tæpum þrjátíu árum að endurtaka sig? Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og spyrMagneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing að því, og hvaða áhrif þetta getur haft á framtíð landsins.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,