16:05
Rokkland
Arlo Parks, Paul Weller ofl.
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Í Rokklandi í dag förum við í seinni hlutanum á útvarpstónleika í Franska Ríkisútvarpinu með ensku tónlistarkonunni Arlo Parks sem var fyrir skemmstu valin nýliði ársins á Bresku tónlistarverðlaununum ? og hún er bókuð á Iceland Airwaves í haust.

Við heyrum nýja músík með fólki eins og Manic Street Preachers, Son Volt, The Mountain Goats og Margo Price og Bob Dylan sem verður 80 ára á morgun kemur aðeins við sögu.

En fyrst er það Breski tónlistarmaðurinn Paul Weller sem var að senda frá sér enn eina plötuna og það er ekki komið ár síðan hann gaf síðast út plötu. Nýja platan heitir Fat Pop Volume One, fór beint í toppsæti breska vinsældalistans og situr þar núna. Fat Pop er 8 platan hans sem nær toppsæti breska vinsældalistans en sólóplöturnar hans eru orðnar 16. Hann hefur í það heila komið 22 plötum inn á topp 10 í Bretlandi en þá er allt talið með, líka plötur hljómsveitanna hans, The Jam og Style Council.

Var aðgengilegt til 23. maí 2022.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,