12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 23. maí 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Hraun rennur nú yfir báða varnargarðana sem komið var upp til að verja Nátthaga fyrir hraunflæði úr eldstöðvunum í Geldingadal. 65 dagar eru síðan gosið hófst og virknin helst stöðug.

Þriðja daginn í röð greindist ekkert innanlandssmit hér á landi. Það hafði ekki gerst í rúma tvo mánuði.

Fyrstu Danirnir fengu bóluefni Jansen í morgun, en notkun þess var hætt í apríl vegna mögulegra aukaverkana. Færeyingar íhuga að herða sóttvarnir vegna hópsýkingar, þeirrar fyrstu þar á þessu ári.

Eldgos hófst í fjallinu Nyirangongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í gærkvöld. Fimm hafa látist í slysum tengdu gosinu og þúsundir lagt á flótta.

Formaður Starfsgreinasambandsins segir sveitarfélög sniðganga kjarasamninga með því að nýta ekki heimildaákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 13 mínútna stytting á dag sé ekki eina útfærslan sem sé í boði.

Daði Freyr Pétursson segir að hann og Gagnamagnið hefðu rústað Eurovision-keppni gærkvöldsins hefðu þau fengið að stíga á svið. Þau lentu í fjórða sæti en ítalskt glysrokk bar sigur úr býtum.

Keflavík varð í gær fyrsta liðið til að komast í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Undanúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefjast í dag.

Var aðgengilegt til 21. ágúst 2021.
Lengd: 20 mín.
,