16:05
Síðdegisútvarpið
30. desember
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Matvælastofnun biður eigendur dýra að huga sérstaklega vel að þeim u áramót þar sem mörg dýr geta fyllst ofsahræðslu þegar flugeldarnir fara að springa með tilheyrandi hávaða og ljósadýrð. Hundar og kettir eru oft lamaðir af hræðslu og sumir strjúka og mörg dæmi eru um hestar taki á rás út úr girðingum og hlaupi jafnvel í veg fyrir bíla. Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun verður á línunni.

Við forvitnumst um tvo fasta liði á áramótadagskrá RÚV; fréttaannálinn sem fréttamennirnir Bjarni Pétur Jónsson og Valgeir Örn Ragnarsson ætla að segja okkur frá og svo er það Áramótaskaupið sem Reynir Lyngdal leikstjóri ætlar að segja okkur frá ásamt Þorsteini Guðmundssyni, sem er einn höfunda skaupsins - og það alls ekki í fyrsta skipti.

Við fáum að vita allt um áramótaveðrið. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.

Við opnum líka símann og biðjum ykkur hlustendur um að velja manneskju ársins 2020.

En við byrjum á Seyðisfirði þar sem miklar náttúruhamfarir urðu skömmu fyrir jól með þeim afleiðingum að fjöldi húsa eyðilagðist og rýma þurfti allan bæinn. Það hefur því mikið mætt á björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði. Sveinn Engilbert Óskarsson björgunarsveitarmaður verður í símanum.

Var aðgengilegt til 30. desember 2021.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,