06:50
Morgunvaktin
Stéttir ársins, viðhorf Íslendinga árið 2020 og bólusetningar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Heilbrigðisstéttirnar eru stéttir ársins. Aldrei hefur á heilu ári mætt jafn mikið á því mikilvæga fólki sem valdi sér að starfa í heilbrigðiskerfinu og nú. Allar aðstæður gjörbreyttust; álagið var gríðarlegt og vinnuskilyrðin mjög erfið. Til okkar komu formenn félaga sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, þær Sandra B. Franks og Guðbjörg Pálsdóttir, og ræddu um störfin og mikilvægið.

Líf okkar árið 2020 er gjörólíkt því sem við áttum að venjast. Stjórnvöld settu okkur strangar skorður og langflest samþykktum við og fórum að fyrirmælunum. En hvernig þróaðist afstaða þjóðarinnar til þeirra mála á árinu? Hefur fylgi stjórnmálaflokkanna breyst mikið á árinu? Já, hvaða áhrif hefur þetta rót allt og rask haft á afstöðu okkar til manna og málefna? Við veltum því fyrir okkur með Þorláki Karlssyni hjá Maskínu sem kannar og greinir hug landsmanna.

Og svo eru það bólusetningarnar sem hófust í gær. Við röbbum um verkefnið við Jón Torfa Halldórsson yfirlækni heilsugæslunnar á Akureyri. Í þéttbýlinu er tiltölulega einfalt að skipuleggja bólusetningu en hvernig verður farið að í dreifðari byggðum? Já og í eyjunum; Hrísey og Grímsey. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi við Jón lækni.

Tónlist:

New Year's Day - Taylor Swift

You Can't Make Old Friends - Kenny Rogers og Dolly Parton

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,