Fjallað er um systkinin Elísabetu Einarsdóttur, Einar Markan, Sigurð Markan og Maríu Markan, börn Einars Markússonar, útgerðarmanns, kaupmanns og aðalbókara ríkisins og konu hans Kristínar Árnadóttur, en þau voru yngst sjö barna þeirra hjóna.
Leikin eru lög með þessum systkinum og nokkur æviatriði rakin í stuttu máli.
Ennfremur er endurfluttur kafli úr þættinum "Það er svo margt að minnast á", þar sem Torfi Jónsson og Hlín Torfadóttir flytja erindi um séra Matthías Jochumsson, lesa úr bók hans "Ferð um fornar stöðvar", auk þess sem flutt er ljóð eftir Matthías.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í fyrsta þætti er farið yfir skilgreiningar og nokkur algeng sjónarhorn á fötlun sem hafa breyst í gegnum söguna. Með tilkomu fötlunarfræð á háskólastigi upp úr aldamótum jókst skilningur og sýnileiki fötlunar til muna.
Viðmælendur þáttarins: Kristín Björnsdóttir prófessor í fötlunarfræði menntunar við Háskóla Íslands, Eiríkur Karl Ólafsson Smith frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Hátíðarmessa stúdenta á fullveldisdaginn 1. desember í kapellu Háskóla Íslands. Hátíðarmessan er í umsjón nemenda við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Prestur er Sr. Pétur Ragnhildarson. Í hátíðarmessunni í ár á öll tónlistin uppruna sinn úr messubók Guðbrands Þorlákssonar frá árinu 1594. Messubókin gengur einnig undir nafninu Grallarinn og er stuðst við messuna við fyrsta sunnudag í aðventu þaðan. Nokkur sálmalög eru íslensk þjóðlög, lög sem upphaflega eru úr Grallaranum en breyttust í munnlegri geymd hér á landi.
Tónlistin í messunni:
Forspil:
Upphafssálmurinn 64b Kristur, Guðs sonur sanni - T Elisabeth Cruciger 1524/ Sigurbjörn Einarsson 2008 L Gr. 1594/ísl. breyting
Graduale Kyrie, Guð faðir hæsta traust -T og L Gr. 1594
266 Um hann sem ríkir himnum á-T Nicolas Decius 1523/ Helgi Hálfdánarson L Nicolaus Decius 1523/ Gr. 1594 úts. Johann Crüger
519a Guð helgur andi, heyr oss nú - T Martin Luther 1524/ Helgi Hálfdánarson L Wittenberg 1524/Gr. 1594 úts. Róbert Abraham Ottósson
284 Vér játum trú á góðan Guð - T Sigurbjörn Einarsson L Wittenberg 1524/Gr. 1594
Eftir predikun
788 Talar Jesú um myrkra makt- T Hallgrímur Pétursson Ps. 8 L Gr. 1594/ísl. breyting
496b Gegnum Jesú helgast hjarta - T Hallgrímur Pétursson Ps. 48 L Sb. 1589/ísl. breyting
293 Faðir vor- T Matt. 6.9-13 L Gr. 1594
311 Ó, Guðs lamb, helga, hreina Höfundar T Nicolas Decius 1523/ Sigurbjörn Einarsson L Nicolaus Decius 1523/Gr. 1594
314 Jesús kristur, lífsins ljómi Höfundar T Martin Luther 1524/ Sigurbjörn Einarsson T Erfurt 1524/Gr. 1594
Eftirspil og lokasálmur 795 Gefðu að móðurmálið mitt - T Hallgrímur Pétursson ps. 35 L Strassburg 1525/Sb. 1589 úts. Róbert Abraham Ottósson
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjastjórn varar við því í nýrri þjóðaröryggisstefnu að Evrópa verði óþekkjanleg innan tuttugu ára. Óljóst sé hvort sum ríki álfunnar hafi nægan hernaðarmátt og efnahagslega stöðu til að teljast traustir bandamenn Bandaríkjanna.
Náðunarnefnd hefur enn ekki afgreitt náðunarbeiðni síbrotamannsins Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Hann hefur dvalið á réttargeðdeild síðan í haust.
Færri leita jólaaðstoðar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú en áður. Félagsráðgjafi segir aðgerðir stjórnvalda, á borð við ókeypis skólamáltíðir, hafa fækkað í hópi þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.
Hlutabréfaverð Íslandsbanka hefur rokið upp á síðustu vikum og er um þriðjungi hærra en það sem almenningi bauðst í útboði ríkisins í maí. Fjármálagreinandi segir ríkið ekki hafa selt hlut sinn á of lágu verði.
Sjómenn á Akureyri segja mikilvægt að skrásetja sögu sjómennsku í bænum áður en hún glatast. Hópurinn stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningum til að koma á fót sjóminjasafni.
Íslenskur maður sem býr í Svíþjóð rakst óvart á málverk eftir Jóhannes Kjarval á uppboðssýningu þar í sumar. Verkið verður boðið upp í dag.
Ísland lauk keppni á HM kvenna í handbolta í gærkvöldi með sigri á Færeyjum. Sérfræðingar RÚV segja frammistöðu Íslands á mótinu góða.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðum við yfirvofandi samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en 16 ára í Ástralíu. Þau Þóra Jónsdóttir og Haukur Brynjarsson frá NETVÍS eru gestir þáttarins.
Síðasti þáttur þáttaraðarinnar Evrópa fyrr og nú.
Sagt hefur verið að ekki þýði að velta heimspekilegum vandamálum fyrir sér eftir Auswitz efti rútrýmingar Þjóðverja á Gyðingum. Eftir að hafa barist á banaspjóti í tvígang á öldinni sem er að líða tóku Evrópumenn sig til og stofnuðu Evrópubandalag sem í dag heitir Evrópusamband. Friður hefur ríkt í vesturhluta álfunnar í hálfa öld. Víst er að sögunni er ekki lokið þó að þekktur sagnfræðingur hafi komist svo að orði. Hvort Evrópa verður að einu ríki eða ekki skiptir í sjálfu sér ekki máli á meðan velsæld og friður ríkir.
Ágúst Þór Árnason gerði þættina árið 1994.
Viðmælendur hans í lokaþættinum eru:
Guðmundur Hálfdánarson
Vilhjálmur Árnason
Karólína Eiríksdóttir
Guðmundur Jónsson
Gísli Sveinn Loftsson

Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í þættinum hljómar hljóðritun frá tónleikum Gadus Morhua Ensemble sem fóru fram 14. apríl 2025 í Norðurljósum Hörpu á vegum Reykjavík Early Music Festival.
Eyjólfur Eyjólfsson flautuleikari og söngvari, Björk Níelsdóttir söngkona og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari mynda Gadus Morhua en með þeim á tónleikunum lék Guðrún Óskarsdóttir á sembal. Á efnisskránni var frönsk barokktónlist og tónlist eftir meðlimi hópsins.
Jafnframt hljómar verkið Voiceless Mass eftir Raven Chacon en fyrir verkið hlaut hann Pulitzerverðlaunin í tónlist árið 2022, sá fyrsti meðal frumbyggja Bandaríkjanna til að hljóta þau.
Í lok þáttar hljómar nýtt lag Gyðu Valtýsdóttur, Mirror.
Umsjón: Berglind María Tómasdóttir

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Fréttir
Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Aftakaveður gekk yfir landið í byrjun desember 2019. Það hafði miklar afleiðingar og sérstaklega inni í Sölvadal. Miðvikudagskvöldið 11. desember barst útkall vegna slyss við Eyvindarstaðavirkjun. Björgunarsveitir víðsvegar að af landinu tóku þátt í leitinni, meðal annars félagar í hjálparsveitinni Dalbjörg í Eyjafirði.
Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir og Óskar Pétur Friðriksson.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Þorfinnur Skúlason íslenskufræðingur og vefstjóri. Hann sagði okkur frá því í dag hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þetta eru bækurnar sem Þorfinnur hefur lesið undanfarið:
Eilífðarvetur e. Emil Hjörvar Petersen
Grænmetisætan e. Han Kang
Sjá dagar koma e. Einar Kárason
Innanríkið – Alexíus e. Bragi Ólafsson
Svo bætti hann við eftirfarandi bókum sem hafa haft sérstaklega mikil áhrif á hann í gegnum tíðina:
Öræfi e. Ófeig Sigurðsson
Glæsir e. Ármann Jakobsson
Skugga-Baldur e. Sjón
Ævisaga Gylfa Ægissonar e. Sólmund Hólm
Breytileg Átt e. Ása í bæ
Sofðu ást mín e. Andra Snæ Magnason
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Það eru ekki nema tæp fimmtíu ár síðan kommúnistastjórnin í Kína þar ákvað að opna hagkerfið, leyfa erlendar fjárfestingar og sleppa markaðsöflunum lausum, þó með stífum skilyrðum. Það sem hefur gerst síðan þá er stundum kallað kínverska kraftaverkið: Kína breyttist úr því að vera eitt af fátækustu ríkjum heims í eitt af þeim ríkustu. Hagkerfið þar er nú samkvæmt sumum mælikvörðum það stærsta í heimi og búið að vera það undanfarin ellefu ár. Kína er þannig orðið að stórveldi í viðskiptum og þungavikt í heimspólitíkinni en hvað þýðir það fyrir önnur stórveldi, ekki síst á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum á? Við bregðum okkur til Beijing með Birni Malmquist.
Bræðibeita er orð ársins hjá Oxford-orðabókinni en það er notað yfir efni á netinu sem er ætlað að kveikja bræði eða reiði lesenda til þess að fá fólk til að smella á efnið. Þetta er kallað rage-bait á ensku en notkun þess hefur þrefaldast síðustu tólf mánuði. Oddur Þórðarson segir okkur allt um bræðibeituna.
Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í fyrsta þætti er farið yfir skilgreiningar og nokkur algeng sjónarhorn á fötlun sem hafa breyst í gegnum söguna. Með tilkomu fötlunarfræð á háskólastigi upp úr aldamótum jókst skilningur og sýnileiki fötlunar til muna.
Viðmælendur þáttarins: Kristín Björnsdóttir prófessor í fötlunarfræði menntunar við Háskóla Íslands, Eiríkur Karl Ólafsson Smith frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Birta Bjarkadóttir fjallar um hlutverk bréfaskrifta í nútímanum. Hver er tilgangur bréfa nú til dags? Eru bréfaskriftir deyjandi listform eða lifandi fyrirbæri? Hvers vegna skrifum við bréf þegar við getum sent skilaboð í gegnum síma?


Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Leikin íslensk samtímatónlist á fullveldisdegi Íslendinga og degi íslenskrar tónlistar.
Umsjón: Rakel Edda Guðmundsdóttir
Tónlistin í þættinum:
Hér er landið frjótt og frítt eftir Sigurð Bragason, ljóðið orti Jónas Hallgrímsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn tónskáldsins.
(Útg. 2024 á plötunni Blómljóð)
Íslensk rapsódía eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þættir verksins eru fimm:
Mansöngur
Víkingaskottís
Dans smaladrengsins
Söngur mjaltastúlkunnar (serenaða)
Glíman við Glám
Símon H. Ívarsson leikur einleik á gítar.
Upphaf eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur. Ljóðið orti Ingibjörg Haraldsdóttir. Tónskáldin (Ingibjargir) flytja.
(Útg. 2023 á plötunni Konan í speglinum).
Serimonia (2014) eftir Hauk Tómasson.
Strokkvartettinn Siggi leikur, en hann er svo skipaður: Una Sveinbjarnardóttir, fiðla; Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló). Hljóðritað í Masterkey Studios, á Seltjarnarnesi 10.-14. júní 2018. (Útg. 2019 á plötunni South of the circle)
Flautuspil eftir Karólínu Eiríksdóttur. Martial Nardeau leikur einleik á þverflautu.
(Útg. 1999 á plötunni Spil).
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari flytja tvö lög:
Þegar undir skörðum mána eftir Huga Guðmundsson, við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson.
Sofðu unga ástin mín, eftir Jón Leifs, við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar.
Hljóðritað í Fella- og Hólakirkju í maí 2007 og júlí 2010. Hljóðritun og eftirvinnsla: Sveinn Kjartansson.
(Útg. 2014 á plötunni Í ást sólar. Íslensk einsöngslög)
Ave María (1985) eftir Hjálmar H. Ragnarsson, textinn er latnesk bæn. Sönghópurinn Hljómeyki syngur undir stjórn tónskáldsins.
(Útg. 1991 á plötunni Choral works)

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram heldur umsjónarmaður að lesa úr þýðingu sinni á Ódysseifskviðu Hómers. Eftir að fylgst hefur verið með Telemakkusi Ódysseifssyni í fyrstu köflum kviðunnar, þá kemur nú Ódysseifur loksins til sögunnar í hinum magnaða 5. þætti. Hann er í byrjun hálfgerður fangi ástsjúkrar gyðju en mun hann sleppa burt frá henni og komast heim til Íþöku þar sem hin trygga Penelópa bíður?

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjastjórn varar við því í nýrri þjóðaröryggisstefnu að Evrópa verði óþekkjanleg innan tuttugu ára. Óljóst sé hvort sum ríki álfunnar hafi nægan hernaðarmátt og efnahagslega stöðu til að teljast traustir bandamenn Bandaríkjanna.
Náðunarnefnd hefur enn ekki afgreitt náðunarbeiðni síbrotamannsins Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Hann hefur dvalið á réttargeðdeild síðan í haust.
Færri leita jólaaðstoðar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú en áður. Félagsráðgjafi segir aðgerðir stjórnvalda, á borð við ókeypis skólamáltíðir, hafa fækkað í hópi þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.
Hlutabréfaverð Íslandsbanka hefur rokið upp á síðustu vikum og er um þriðjungi hærra en það sem almenningi bauðst í útboði ríkisins í maí. Fjármálagreinandi segir ríkið ekki hafa selt hlut sinn á of lágu verði.
Sjómenn á Akureyri segja mikilvægt að skrásetja sögu sjómennsku í bænum áður en hún glatast. Hópurinn stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningum til að koma á fót sjóminjasafni.
Íslenskur maður sem býr í Svíþjóð rakst óvart á málverk eftir Jóhannes Kjarval á uppboðssýningu þar í sumar. Verkið verður boðið upp í dag.
Ísland lauk keppni á HM kvenna í handbolta í gærkvöldi með sigri á Færeyjum. Sérfræðingar RÚV segja frammistöðu Íslands á mótinu góða.

Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Það er sunnudagur í aðventu í dag og Rokkland dagsins ber þess merki. Við komum aðeins við í aðventugleði Rásar 2 sem fór fram á föstudaginn – heyrum í Páli Óskar og Benna Hemm Hemm sem fluttu meðal annars lagið hans Magga Eiríks, Gleði og friðarjól.
Ólöf Arnalds var að senda frá sér plötuna Spíru á föstudaginn. Spíra er fimmta platan hennar og sú fyrsta sem er öll sungin á Íslensku síðan fyrsta platan, Við og við kom út 2007. Ólöf Arnalds kemur í heimsókn í seinni hluta þáttarins en fyrri hlutinn er að mestu helgaður plötuni Majones jól sem kom 2006 en var að koma út á vinyl í fyrsta skipti í vikunni. Bogomil Font og Samúel Jón Samúelsson rifja upp hvernig það vildi til að þessi plata kom út.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Eirkur Rafn Stefánsson útsetur og stjórnar og er viðmælandi í þættinum. Á plötunni eru tekin fyrir klassísk íslensk jólalög, og fókusinn er á jólaballalögin, en ekki standarda sem hafa komið margoft út áður á plötu.
Útsetningarnar eru frumlegar, djassaðar og skemmtilegar.. Snúið er skemmtilega upp á jólaballalögin sem við öll þekkjum; endalausar hækkanir og saxófóneinvígi í Höfuð, herðar, hné og tær og Í skóginum stóð kofi einn í bossanova-útsetningu.
Á laugardaginn verður svo jólaball í Hörpu þar sem öll platan er spiluð