50 ár frá Bloody Sunday

Fyrri þáttur - Forsagan, aðdragandi og dagurinn sjálfur

Fimmtíu ár eru liðin frá einum afdrifaríkasta atburði The Troubles, óaldarinnar á Norður-Írlandi, sem stóð yfir á árunum 1968-1998.

Þann 30. janúar 1972 efndu kaþólikkar til friðsamlegrar réttindagöngu í borginni Derry þar sem þeir kröfðust aukinna borgaralegra réttinda en fátækt, atvinnuleysi og húsnæðisskortur hafði verið hlutskipti langflestra kaþólskra fjölskyldna í landinu áratugum saman.

Þegar nokkuð var liðið á gönguna hóf fyrsta fallhlífaherdeild breska hersins, Para 1, skjóta á göngufólk og eftir aðeins nokkrar mínútur af algjörri ringulreið lágu þrettán í valnum. Fimmtán særðust og einn af þeim lést síðar af sárum sínum.

Í kjölfarið á þessum hræðilega atburði hörðnuðu átökin á Norður-Írlandi gríðarlega og áttu eftir kosta fleiri en 3500 mannslíf áður en friðarsamkomulag var loks undirritað árið 1998.

Í fyrri þættinum er forsaga átakanna rifjuð upp um sögu misskiptingar og kúgunar af hálfu Englendinga sem hafði litað líf Íra öldum saman. Við rekjum ástæður þess landinu var skipt upp í Írland og Norður-Írland og hvað varð til þess árið 1968 blossuðu átökin upp á milli fylkinga mótmælenda og kaþólikka í landinu. Bloody Sunday breytti öllu, ekki aðeins fyrir þróun átakanna, sem hörðnuðu til mikilla muna, heldur umturnaði hann lífi ótal fólks sem stóð uppi sem fjölskyldur fórnarlamba voðaverkanna sem breski herinn framdi þennan dag.

Þátturinn er stórum hluta byggður á lýsingum þeirra sem upplifðu tíma átakanna og þennan afdrifaríka, blóðuga sunnudag. Sum þeirra eru enn í dag takast á við afleiðingar hans, hálfri öld síðar.

Viðmælendur í 1. þætti í þeirri röð sem þau birtast:

Bridgeen Sharkey,

Patsy Okane,

Margaret Armstrong,

Sinéad Cooper

Bronagh Cooper

Ursula Clifford

Kevin McDaid,

Bridie Gallagher,

Einnig heyrist í Brian Faulkner fyrrverandi forsætisráðherra Norður-Írlands.

Íslenskar raddir:

Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún Gunnarsdóttir

Hulda Geirsdóttir

Vera Illugadóttir

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir

Þórhildur Ólafsdóttir

Guðni Tómasson

Jórunn Sigurðardóttir

Pétur Grétarsson

Tónlist:

Some Mother's Son (Ógánaigh Óig) e. Bill Wheelan.

Frumflutt

29. jan. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
50 ár frá Bloody Sunday

50 ár frá Bloody Sunday

Gunnar Hansson og Sólveig Jónsdóttir fóru nýverið til Derry á Norður Írlandi og tóku viðtöl við fólk sem var á staðnum og missti jafnvel fjölskyldumeðlimi í skotárásunum blóðuga sunnudaginn fyrir hálfri öld, 30. janúar 1972. Þau rekja forsöguna, aðdragandann og atburði þessa örlagaríka dags, afleiðingarnar og ófriðinn sem stóð í 30 ár eftir þetta.

Þættir

,