50 ár frá Bloody Sunday

Seinni þáttur - Eftirmál, afleiðingarnar og leitin að réttlæti

Þann 30. janúar 1972 efndu kaþólikkar til friðsamlegrar réttindagöngu í borginni Derry þar sem þeir kröfðust aukinna borgaralegra réttinda í samfélagi sem hafði einkennst af mikilli mismunum og óréttlæti áratugum saman.

Þegar nokkuð var liðið á gönguna hóf herdeild breska hersins skjóta á göngufólk og eftir aðeins nokkrar mínútur af algjörri ringulreið lágu þrettán í valnum. Fimmtán særðust og einn af þeim lést síðar af sárum sínum.

Bloody Sunday breytti öllu. Í kjölfarið náði ofbeldið á Norður-Írlandi nýjum hæðum og Írski lýðveldisherinn, ÍRA, hafði varla undan taka á móti nýjum sjálfboðaliðum. Herskáir hópar úr röðum mótmælenda spruttu einnig fram á sjónarsviðið og næstu þrjá áratugi áttu fleiri en 3500 manns eftir láta lífið í óöldinni, The Troubles.

Í tveimur þáttum verða aðdragandi og eftirmál Bloody Sunday rakin.

Í þessum síðari þætti tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið og heyrum um atburði næstu missera í lífi fjölskyldna fórnarlambanna og á pólitíska sviðinu. Breski herinn hélt því fram þeir hefðu aðeins skotið í sjálfsvörn á óeirðaseggi og hryðjuverkamenn vopnaða sprengjum og skotvopnum. Fyrri rannsóknin á atburðum dagsins, Widgery-rannsóknarnefndin, staðfesti og studdi þennan framburð.

Barátta fjölskyldna fórnarlambanna hélt því áfram næstu áratugi og árið 1998 var rannsókn á Bloody Sunday, Saville rannsóknin, sett á fót. Hún tilkynnti niðurstöður sínar árið 2010 um allir þeir sem létu lífið hefðu verið óvopnaðir, almennir borgarar og jafnframt herinn hefði gengið fram með óhóflegu valdi, auk þess hafa vísvitandi logið til um atburðarásina til hylma yfir misgjörðir sínar.

Við heyrum lýsingar og frásagnir fólksins sem upplifði daginn sjálfan og eru sum enn þann dag í dag takast á við afleiðingar hans.

Viðmælendur í 2. þætti í þeirri röð sem þau birtast:

Bridie Gallagher,

Kevin McDaid,

Ursula Clifford

Margaret Armstrong,

Einnig heyrist í:

Derek Wilford, undirofursta og yfirmanni Para 1.

Bernadette Devlin, óháðum þingmanni á norðurírska þinginu

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands,

Íslenskar raddir:

Jórunn Sigurðardóttir

Guðni Tómasson

Þórhildur Ólafsdóttir

Guðrún Gunnarsdóttir

Pétur Grétarsson

Björn Þór Sigbjörnsson

Hákon Jóhannesson

Þórey Birgisdóttir

Tónlist:

Some Mother's Son (Ógánaigh Óig) e. Bill Wheelan.

Frumflutt

30. jan. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
50 ár frá Bloody Sunday

50 ár frá Bloody Sunday

Gunnar Hansson og Sólveig Jónsdóttir fóru nýverið til Derry á Norður Írlandi og tóku viðtöl við fólk sem var á staðnum og missti jafnvel fjölskyldumeðlimi í skotárásunum blóðuga sunnudaginn fyrir hálfri öld, 30. janúar 1972. Þau rekja forsöguna, aðdragandann og atburði þessa örlagaríka dags, afleiðingarnar og ófriðinn sem stóð í 30 ár eftir þetta.

Þættir

,