12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 23. október 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Sveitarfélag er meðal yfir þrjátíu fyrirtækja og stofnana sem tilkynnt hefur verið að taki ekki þátt í Kvennaverkfallinu á morgun. Formaður BSRB segir dæmi um að fólki hafi verið hótað atvinnumissi, leggi það niður störf.

Stríðið gæti varað mánuðum saman segir varnarmálaráðherra Ísraels. Dauðsföll, eyðilegging og sár neyð eykst á Gaza - stærstu hjálparsamtökin á svæðinu þurfa að hætta starfsemi fái þau ekki eldsneyti tafarlaust.

Persónuvernd hefur sektað Laugardalshöll um þrjár og hálfa milljón vegna eftirlitsmyndavéla í húsinu. Meðal þess sem var vaktað var gistiaðstaða á knattspyrnumótinu Rey-Cup og bólusetning gegn Covid-19.

Tveimum mönnum sem tengjast sænskum glæpahópum var meinuð aðganga að landinu í síðustu viku.

Fatlaður hælisleitandi frá Írak, og fjölskylda hans hafa frest til miðnættis til að svara því hvort þau fara sjálfviljug úr landi, ef ekki verður þeim fylgt úr landi og bannað að koma hingað í tvö ár.

Jakob Ellemann-Jensen sagði í morgun af sér sem efnahags- og varaforsætisráðherra Danmerkur og formaður hægriflokksins Venstre. Hann er hættur í stjórnmálum.

Engin íbúakosning verður um nýja veglínu við Egilsstaði eftir að sveitarstjórn Múlaþings hafnaði tillögu þess efnis.

Kvennalið Fram í handbolta er eina liðið sem hefur óskað eftir frestun á leik sínum á morgun vegna kvennaverkfallsins. Nokkrir leikir eru þá á dagskrá kvenna; bæði í handbolta og körfubolta.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,