19:50
Norrænar bækur 2023
Svíar tilnefna óvenjulegar bækur
Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þátturinn hefst á viðtali við skáldið og rithöfundinn Fríðu Ísberg um Norrænar bókmenntir og um áhrif þess að vera tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Fríða var tilnefnd árið 2020 fyrir sásagnasafn sitt Kláði.

Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Svía til beggja Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þær eru sérstæðar og óvenjulegar bækurnar sem Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs árið 2023. En til hinna rótgrónu verðlauna eru tilnefndar annars vegar teiknimyndasaga sem einnig er heimildasaga og sjálfsaga, þ.e. saga sem fjallar um eigin tilurð. Í bókinni Ihågkom os till liv er sögð saga fjölskyldu höfundarins Joana Ruben Drager, sem er Gyðingur og rekur í bókinni sögu ættingja sinna frá aldamótunum nítjánhundruð og fram á 21. öldina. Hin bókin sem Sviar tilnefna er hins vegar alls engin saga en samt einhvers konar saga manneskjunnar í heiminum með öllum sínum hugsunum, tilfinningum og þekkingu. Þetta er bók fyrir engan En bok för ingen Brev fra en underprpresterad övermenniska (Bréf frá vanmetnu ofurmenni) Bók sem sækir innblástur í verkið Hin kátu vísindi eftir þýska heimspekinginn Friedrich Nietsche. Einnig bækurnar sem tilnefndar eru til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er óvenjulegar einkum sú sem ætluð er eldri lesendum sem er myndabók og fjallar um eina 8 eldri karlmenn og um það hvernig þeir urðu eins og þeir eru, flestir fremur litlausir og leiðir en þeir voru einu sinni börn. Óvenjulegt tema í barnabók. Bókin Farbrödre eftir Teresu Glad er þó allrar athygli verð. Hin bókin sem Svíar tilnefna til Barna - og unglingabókmenntaverlauna Norðurlandaráðs, Glömdagan eftir Söru Lundberg, er öllu hefðbundnari og fjallar um dag í lífi mæðgina þegar þau gleyma öllu, gleyma að stráksi á að fara í afmæli, gleyma húfunni í búðinni og sjálfri afælisgjöfinni í strætó.

Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

Lesari: Þóra Tómasdóttir og Júlía Aradóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,