16:05
Vínill vikunnar
Pretenders, fyrsta platan
Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Fyrsta stóra plata Pretenders var gefin út 27. desember 1979 og hún er vínilplata vikunnar. Platan vakti talsverða athygli á hljómsveitinni og festi hana strax í sessi, einkum þó söngkonuna, gítarleikarann og lagasmiðinn Chrissie Hynde. Á þessari plötu eru meðal annars lögin Stop Your Sobbing, Kid og Brass in Pocket. Þrátt fyrir að nokkrir blaðamenn drægju hæfileika Chrissie Hynde í efa tókst henni að sanna hvað í hana er spunnið. Hún hefur starfað undir merkjum Pretenders frá fystu tíð til þessa dags.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
,