15:00
Óborg
Borg í augnhæð
Óborg

Sjónum er beint að borgarskipulagi og arkitektúr í víðu samhengi. Viðmælendur þáttanna eru frumkvöðlar, skipulagsfræðingar, arkitektar, stjórnmálamenn og aðrir sem láta sig málefni skipulagsmála og arkitektúrs varða.

Umsjón: Sunnefa Gunnarsdóttir.

Í þættinum er fjallað um byltingarkennda hugmyndafræði skipulagsfræðinga frá 8. áratugnum sem snerist um mikilvægi þess að hanna borgarrými á forsendum sál- og mannfræðilegrar hegðunar fólks. Tilgangurinn var að stuðla að meira mannlífi í borgarrýmum og almennt betra umhverfi. Skoðað verður hvernig og hvort þessi hugmyndafræði eigi við á Íslandi í dag. Til að varpa ljósi á spurninguna ræddi ég við Birki Ingibjartsson arkitekt og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði í sínum störfum.

Umsjón: Sunnefa Gunnarsdóttir.

Er aðgengilegt til 12. maí 2024.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,