Litla flugan

Bragi Hlíðberg, Fjórtán fóstbræður, Einsöngvarakvartettinn

Litla flugan sveimar um hljómplötuhillur Útvarpsins og dregur fram nokkrar plötur frá áttunda áratug síðustu aldar. Harmóníkuleikarinn Bragi Hlíðberg leikur eigin lög af plötunni „Dansað á Þorranum“; Fjórtán fóstbræður syngja tvær syrpur frá árinu 1975 og sömuleiðis verður plötu Einsöngvarakvartettsins, frá 1972, brugðið á fóninn. Leiðin liggur einnig út fyrir landsteinana, til Danmerkur og Svíþjóðar, í fylgd söngvaranna Gustafs Winckler, Grete Klitgaard og Harry Brandelius. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

15. nóv. 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,