Litla flugan

The Deep River Boys, Al Bishop, Carmen McRae

Bandaríski kvartettinn The Deep River Boys syngur nokkur lög, þ.á.m. negrasálmana Listen to the lambs, Little David play on your harp, og Nobody knows the trouble i've seen. Bassasöngvarinn Al Bishop, sem lengi var í The Deep River boys, syngurýmis lög frá sjöunda áratugnum með norsku sveitinni The Troll Keys og söngkonan Carmen McRae kemur einnig við sögu, á lítilli plötu með kvartetti Mat Mathews frá árinu 1954. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

29. ágúst 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

,