13:25
Lesandi vikunnar
Haraldur Ingi Þorleifsson
Lesandi vikunnar

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Haraldur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates

Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren

og svo nefndi hann höfundana Haruki Murakami, Paul Auster og Dr. Zeuss.

Er aðgengilegt til 12. maí 2024.
Lengd: 17 mín.
,