17:03
Lestin
Opnun, Stockfish, Volaða land, Ylfa Þöll growl-ar
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Systurnar Magga og Ragga setjast um borð í Lestina og segja frá væntanlegum sjónvarpsþáttum um íslenska samtímalist, sem verða sýndir í Ríkisjónvarpinu. Þættirnir heita Opnun og er önnur þáttarröð, sú fyrsta fór í loftið árið 2017, með öðrum þáttastjórnendum. Að þessu sinni eru það systurnar sem hafa umsjón með Opnun en þær hafa haldið úti veftímaritinu Hús og Hillbilly um nokkura ára skeið. Hús og Hillbilly hefur tekið á sig margar ólíkar myndir, sem veftímarit, hlaðvarp og blaðadálkur hjá Heimildinni. Stefna systranna er að fjalla um íslenska samtímalist útfrá sjónarhorni sveitalubbans, þ.e.a.s. á alþýðlegan hátt, þess vegna nafnið: Hús og Hillbilly.

Kolbeinn Rastrick fór í bíó á Volaða land, nýja íslenska/danska kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, hann rýnir í verkið. Og það er meira bíó í Lestinni, við stökkvum niður í Bíó Paradís og ræðum við Ragnar Bragason um Stockfish kvikmyndahátíð sem hefst í dag.

Ein af þeim sem var tilnefnd sem besti söngvari á íslensku tónlistarverðlaununum var Ylfa Þöll Ólafsdóttir, söngkona harðkjarnapönksveitarinnar Dead Herring. Við ræðum við Ylfu um growl, rymjandi öskur og þungarokkssöng.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,