06:50
Morgunvaktin
Miðjan í heimsstjórnmálunum færist í austur
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Fjallað var um alþjóðamál í þættinum í dag. Rætt var við Jón Orm Halldórsson um ástand mála vítt og breitt. Hann ræddi um stöðu Rússlands, minnkandi vægi Evrópu, aukin tök Kínverja og uppgang annarra ríkja í Asíu.

Niceair hefur nú flogið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í tæpa tíu mánuði. Þóroddur Bjarnason prófessor rannsakar áhrif millilandaflugs frá Akureyri á samfélagið.

Þjóðminjasafnið og Byggðasafn Reykjanesbæjar safna sögum fólks frá tímum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Helga Vollertsen, sérfræðingur á Þjóðminjasafninu og Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafnsins, sögðu frá.

Tónlist:

Sjösala vals - Evert Taube,

Jeg har sa travlt - Tina Dickow og Helgi Hrafn,

In the mood - Glenn Miller.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,