12:42
Þetta helst
Þolendur trúarofbeldis II
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Síðari þátturinn af tveimur um afleiðingar trúarofbeldis og skaðlegra sértrúarsafnaða á Íslandi. Nokkrir fyrrverandi safnaðarmeðlima Votta Jehóva stofnuðu stuðningshóp síðasta vor sem telur nú um sextíu manns. Yfirvöld hafa lítið gert í málinu, þó að úttekt hafi verið lofað fyrir tæpu ári síðan. En nú stendur til að stofna formleg samtök áhugafólks um trúarofbeldi á Íslandi, nokkuð sem þekktist lítið sem ekkert hér fyrir nokkrum árum. Og það er ljóst að þörfin er mikil, því þessir sextíu sem sækja stuðningshópinn eru bara fyrrverandi Vottar Jehóva. En trúarofbeldið teygir anga sína miklu víðar, inn í miklu fleiri söfnuði og félög. Línan er þó alltaf sú sama: Kúgun, gaslýsing, lygar, hótanir og ofbeldi í nafni trúarinnar. Og afleiðingarnar sem fyrrverandi safnaðarmeðlimir þurfa að kljást við eru afskaplega flóknar og djúpar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Önnu Margréti Kaldalóns, sem var í Vottunum þegar hún var barn og er ein af stofnendum samtaka áhugafólks um trúarofbeldi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,