17:03
Lestin
Varaskeifan Harry, kláðamaur, HM á Íslandi '95
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þann 10. Janúar kom út ævisaga Harry bretaprins, sem ber titilinn Spare, sem mætti þýða sem Varaskeifa. Um miðjan desember komu út heimildarþættirnir Harry & Meghan á Netflix, sem hafa fengið mikið áhorf. Og nú er eins og önnur hver fyrirsögn fjalli um þessi hjón. Sylvía Hall, laganemi og fyrrum blaðamaður á Vísi, kom í Lestina til að ræða þessi umdeildu hjón.

Brynja Hjálmsdóttir, skáld, sem rifjar upp plágu sem hún komst í kynni við árið 2020, svokallaðan mannkláðamaur sem er algenga plága um alla veröld.

Við endurflytjum fyrsta þátt örseríunnar Þegar Ísland hélt stórmót, sem var flutt í janúar árið 2020 í Lestinni. Í henni rifjuðu Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson upp sögu HM á Íslandi árið 1995.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 56 mín.
,