13:00
Samfélagið
Má gleymast? Norrænt samstarf á tímamótum. Umhverfispistill.
Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Persónuvernd hefur komist að niðurstöðu í máli manns sem óskaði eftir því að fá leitarniðurstöður um sig fjarlægðar úr leitarvélum google. Niðurstaða Persónuverndar var sú að gengist væri við því að maðurinn ætti rétt á að gleymast. Eða að minnsta kosti að ákveðnar niðurstöður hyrfu. En hvernig ganga þessi mál fyrir sig og hversu sterkur er þessi réttur? Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ræðir við okkur.

Ísland tók um áramótin við formennsku í norrænu ráðherranefndinni. VIð ætlum af því tilefni að ræða norrænt samstarf. Sumir vilja meina að blikur séu á lofti með það, í því sé minni slagkraftur og valdið lítið, norðurlöndin enda að halla sér í átt til annarra þjóða og alþjóðasamtaka. Er það gott eða slæmt og er tilefni hjá Íslandi til að nýta formennskuna í að snúa þessari þróun við? Ræðum við Hrannar B Arnarson formann Norræna félagsins á Íslandi

Umhverfispistilll frá Bryndísi Marteinsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,