14:03
Á tónsviðinu
Tónsmíðar Carls Reinecke og nemenda hans
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þýska tónskáldið Carl Reinecke var í rúm 40 ár kennari við Tónlistarháskólann í Leipzig, frá 1860 til 1902. Mörg þekkt tónskáld voru nemendur hans og má þar nefna Edvard Grieg, Leos Janácek og Max Bruch. Nýlega kom út í Þýskalandi geislaplata þar sem sönghópurinn Amarcord flytur lög eftir Reinecke og nokkra nemendur hans, þar á meðal Íslendinginn Sveinbjörn Sveinbjörnsson, höfund Þjóðsöngsins „Ó, Guð vors lands“. Sveinbjörn stundaði píanónám í einkatímum hjá Reinecke veturinn 1872-1873 og var fyrstur Íslendinga til þess að stunda tónlistarnám hjá frægum kennara í menningarborginni Leipzig. Í þættinum verða fluttar tónsmíðar eftir Carl Reinecke og nemendur hans, bæði af nýju geislaplötunni og í öðrum hljóðritum. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Guðni Tómasson.

Var aðgengilegt til 12. apríl 2023.
Lengd: 50 mín.
,