06:50
Morgunvaktin
Neyðarástand í fæðingarhjálp um allt land
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Það stefnir í neyðarástand í fæðingarhjálp hér á landi. Aldrei hefur vantað eins margar ljósmæður til starfa og nú, á sama tíma og búist er við allt að þrjátíu prósenta fjölgun á fæðingum. Hvernig stendur á þessu? Við ræddum við Unni Berglindi Friðriksdóttur, formann Ljósmæðrafélags Íslands, um ástandið. Hún segir boltann vera hjá heilbrigðisyfirvöldum, það þurfi að koma upp bakvakt ljósmæðra, hækka launin tímabundið í heimaþjónustun og fleira.

Angela Merkel Þýskalandskanslari er á leið í opinbera heimsókn til Joes Biden Bandaríkjaforseta um miðjan mánuðinn. Heimsókninn er liður í því að endurlífga samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna, en sömuleiðis er vonast til þess að Merkel takist að knýja á um opnun bandarískra landamæra fyrir ferðamönnum frá Evrópu. Arthúr Björgvin Bollason sagði meðal annars frá þessu í Berlínarspjalli dagsins.

Og svo rifjum við upp húsavernd - hvenær má rífa hús og hvenær á að varðveita þau? Þetta er umræða sem reglulega skýtur upp kollinum hér og margir hafa sterkar skoðanir á. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, kom til okkar í vetur og við heyrðum brot úr samtalinu síðan þá.

Umsjónarmenn eru Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Reyndu aftur - Mannakorn

Ndife Alendo ? Lazarus

Die Gedanken sind frei - Konstantin Wecker

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,