06:50
Morgunútvarpið
6. júl - Naggrísaveiðar, djammið, leikskóli og slys á hálendinu
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Ingvar Þór Björnsson og Hulda Geirsdóttir.

Davíð Ólafsson fór á naggrísasveiðar um helgina eftir að gæludýr heimilisins slapp út og hvarf inní skógræktina í nágrenninu. Að finna naggrís í þessu umhverfi er næsta vonlaust en Davíð dó ekki ráðalaus. Við fengum naggrísahvíslarann til okkar til að segja okkur hvernig hann fór að.

Mörgum var brugðið um helgina þegar fréttist af svakalegu partýi, ofbeldi, áfengisdauða og hömluleysi í miðborginni og fjölmörgum útköllum sjúkraflutninga og slökkviliðsmanna. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands kom og ræddi við okkur um atburði helgarinnar og tengsl áfengis og fíkniefnaneyslu og afbrota.

Minnihlutinn í borgarstjórn hefur gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir kostnað vegna umbóta á húsnæði sem kennt er við Adam og Evu á Kleppsvegi en húsið verður leikskóli. Hildur Björnsdóttir sagði í morgunútvarpinu hér á Rás 2 í gær að málið bæri vitni um skort á væntumþykju og virðingu fyrir fjármagninu þegar farið væri með almannafé. En hverju svarar meirihlutinn? Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og fulltrúi í skipulags og samgönguráði kom til okkar.

Sveinn Óðinn Ingimarsson og kona hans, Guðrún H. Vilmundarsóttir voru á ferð á vélhjólum við Hveravelli um helgina þegar konan missir stjórn á hjólinu og við fallið slasast hún. Sveinn segir það hafa komið sér gríðarlega á óvart það skeytingaleysi sem þau hjónin hafi upplifað frá öðrum ferðalöngum en mikil umferð var á svæðinu. Konan var að endingu flutt með þyrlu á sjúkrahús. Við fengum Svein til þess að segja okkur frá atburðarrásinni eins og hann upplifði hana. Konan er á batavegi og betur fór en á horfðist.

Tónlist:

Milljónamæringarnir og Stefán Hilmarsson - Kaffi til Brasilíu

Babies - Núní júní

The Rolling stones - Waiting on a friend

Shanice - I love your smile

Lights on the highway - Ólgusjór

Todmobile - Lommér að sjá

Markús - É bisst assökunar

Á móti sól - Stjörnublik

Foreigner - I wanna know what love is

Maneskin - I wanna be your slave

Var aðgengilegt til 06. júlí 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,