16:05
Síðdegisútvarpið
6. júlí
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Síðdegisútvarpið verður með annan fótinn á Vestfjörðum í dag, þar sem Andri Freyr hefur gert víðreist; allt frá Þingeyri, um Bíldudal og til Patreksfjarðar. Hann spjallar við Láru og Pétur sem hafa reist heljarinnar tónleikasvið í bakgarðinum hjá sér, Gísla Ægi Ágústsson alltmúligmann og rithöfundinn Fanney Sif Gísladóttur.

Alþingi var kallað saman í dag til að lagfæra smá klúður sem varð þegar ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka féllu brott við breytingar á lögum. Ef Alþingi hefði ekki leiðrétt þetta í dag hefðu engin lög verið í gildi um listabókstaf fyrir þingkosningarnar þann 25. september. En hversu mikið mál er að endurræsa Alþingi þegar allir hafa verið sendir heim í frí? Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis verður gestur okkar á eftir.

Síðdegisútvarpið rakst á auglýsingu á Facebook þar sem boðið var upp á þá þjónustu að útbúa sérstakt mataræði út frá erfðaupplýsingum. Og aðra þar sem hægt var að fá upplýsingar um líkindi á því að fá hina ýmsu sjúkdóma. Er þetta það sem koma skal? Eða bara til að gera sér til skemmtunar? Arnar Pálsson erfðafræðingur ætlar að ræða þetta við okkur á eftir.

Magnús Kjartansson tónlistarmaður fagnar stórafmæli í dag, 6. júlí - því hann er orðinn sjötugur. Hann verður á línunni.

Var aðgengilegt til 06. júlí 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,