18:00
Kvöldfréttir
Kvöldfréttir 6. júlí 2021
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Ríki og borg stefna að því að byrja á Sundabraut árið 2026 og ljúka verkinu 2031 samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Enn er óvíst hvort leggja eigi brú yfir Kleppsvík eða göng.

Margt brann á þingmönnum í óundirbúnum fyrirspurnum í dag á stökum þingdegi.

Kórónuveirusmitum fjölgar hratt á Bretlandseyjum og flest eru þau af hinu bráðsmitandi delta-afbrigði. Smit hafa verið jafnmörg síðustu daga og þau voru í upphafi árs.

Hreinleiki hafsins við Íslandsstrendur er alveg sér á báti. Það er samt stórt verkefni að hreinsa upp ruslið í sjónum, segir ein siglingakempanna sem luku hringsiglingu um landið í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,