12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 6. júlí 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Miklabraut í Reykjavík verður lögð í stokk, einnig Sæbrautin við Elliðaár og hluti Hafnarfjarðarvegar í Garðabæ - þetta eru meðal tíu stórra stofnvegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum sem kynntar voru í morgun.

Leitarsveitir hafa fundið flak rússneskrar farþegaflugvélar sem samband rofnaði við í nótt. Ólíklegt þykir að nokkur hafi lifað slysið af.

Algjör metþátttaka er í Dyrfjallahlaupinu sem ræst verður á laugardag, um 450 hafa skráð sig. Spáð er miklum hita og hægviðri og fær enginn að hlaupa af stað nema vatnsbrúsi sé með í för.

Hálf öld er í dag frá því að Louis Armstrong, einn áhrifamesti djasstónlistarmaður tuttugustu aldarinnar, lést.

Reykjavíkurliðin Víkingur og KR unnu bæði mikilvæga sigra í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. Víkingur er nú í þriðja sæti deildarinnar.

Og í hádegisfréttum verður fylgst með feikna-steypuvinnu í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,