14:03
Á tónsviðinu
Tvífari - „Doppelgänger"
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Fyrirbrigðið „tvífari“, „Doppelgänger“ á þýsku, varð sérlega vinsælt í bókmenntum og listum á 19. öld eftir að þýsku rithöfundarnir Jean-Paul og E.T.A. Hoffmann höfðu samið skáldsögur um tvífara. Þar er átt við einhvern sem er nákvæmlega eins útlits og annar maður eða kona án þess þó að vera tvíburabróðir eða -systir. Flutt er tónlist sem tengist tvífaraminninu. Þekktast er sönglagið „Der Doppelgänger“ eftir Franz Schubert við ljóð eftir Heinrich Heine, en bæði Þórður Kristleifsson og Halldór Laxness þýddu ljóð Heines yfir á íslensku. Í þættinum verður einnig leikin tónlist eftir Clöru og Robert Schumann, Zbigniew Preisner, Pjotr Tsjaíkovskí og Hörð Torfason. Lesarar eru Leifur Hauksson og Anna Marsibil Clausen. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 14. júlí 2021.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,