12:03
Hádegið
Onlyfans: áhyggju- eða fagnaðarefni?
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Í fyrri hluta Hádegisins örskýrir Atli Fannar Bjarkason samfélagsmiðilinn OnlyFans fyrir hlustendum. Tugir íslenskra kvenna, og einhverjir karlmenn, selja erótískar myndir af sér á samfélagsmiðlinum OnlyFans, og græða á tá og fingri. Á meðan Stígamót hafa lýst yfir áhyggjum af því að fleiri og fleiri íslendingar noti þennan miðil, virðast notendurnir sjálfir hæstánægðir. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á VÍSI greindi Klara Sif Magnúsdóttir, 23 ára Akureyringur, frá því að hún hafi grætt fimmtán miljónir íslenskra króna á OnlyFans.

Í síðari hluta þáttarins ræðum við um samfélagsmiðilinn OnlyFans við kynfræðinginn Sigríði Dögg Arnardóttur

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 15. apríl 2022.
Lengd: 58 mín.
,