16:05
Víðsjá
Kristín Eiríksdóttir, Konungsbók, endurræsingin, dagur listar
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Í Víðsjá í dag ræðir Kristín Eiríksdóttir rithöfundur um höfundarrétt og fleira í tengslum við umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um líkindi milli sjónvarpsþáttaraðarinnar Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem sýnd er í Sjónvarpi Símans, og leikrits Kristínar, Hystory, sem leikhópurinn Sokkabandið frumsýndi í Borgarleikhúsinu árið 2015. Kristín hefur ekki tjáð sig opinberlega um þetta mál hingað til en hún gerir það í Víðsjá í dag. Víðsjá hugar einnig í dag að miðlun á einu mesta menningardjásni þjóðarinnar, Konungsbók Eddukvæða, þegar listakonan Steiney Skúladóttir og Eva María Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar, verða teknar tali. Þær segja frá verkefni sem snýst um að miðla efni Konungsbókar Eddukvæða til nýrra kynslóða. Verkefnið er hluti af hátíðahöldum í tilefni þess að á miðvikudag í næstu viku verða fimmtíu ár liðin frá því að danska varðskipið Vædderen kom með Konungsbók og Flateyjarbók til Reykjavíkur og handritin komu heim. Í dag er alþjóðlegur dagur listarinnar, sem að þessu sinni er tileinkaður myndlistinni. Að því tilefni flytur Haraldur Jónsson myndlistarmaður ávarp í Víðsjá í dag. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heldur áfram að tala um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag fjallar Halldór um The Great Reset, stóru endurræsinguna, og eftirplágusamfélagið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,