Landakort

Njála

Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni ferðast um Njáluslóðir og sviðsetja hinn fræga bardaga úr Njálssögu, við Gunnarsstein, skammt frá Keldum á Rangaárvöllum. Hefð er fyrir þessum vopnaviðskiptum því á hverju ári fara menntskælingarnir í þessa námsferð.

Með í för, eins og svo oft áður, er Óskar H Ólafsson, sagnfræðingur og fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Laugarvatni. Óskar er níræður og það eru meira en áttatíu ár síðan hann hreyfst af þessari litríku sögu.

Frumsýnt

15. nóv. 2022

Aðgengilegt til

8. júlí 2024
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Þættir

,