Landakort

Nýr sveppur búinn að nema land

„Við höldum þetta lactarius fennoscandicus sem er sveppur sem hefur ekki fundist hér á landi áður,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fékk forvitnilegan svepp í pósti haustið 2021. Hann fannst í Öskjuhlíðinni í Reykjavík og var sendur norður til Guðríðar Gyðu sem er einn helsti sveppasérfræðingur landsins.

Frumsýnt

7. sept. 2022

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Þættir

,