Íslendingar

Nína Tryggvadóttir

Nína fæddist á Seyðisfirði árið 1913. Hún flutti til Reykjavíkur ung árum og lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1930 og hlaut viðurkenningu fyrir pennateikningu. Hún sótti tíma hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í tvo vetur og var við nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn 1935 til 1939. Hún hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík árið 1942 og sýndi þar expressjónísk olíumálverk, teikningar og smámyndir. Nína sýndi verk sín víða um heim, enda bjó hún erlendis í þrjátíu ár, í London, París og New York. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Frumsýnt

12. ágúst 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íslendingar

Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Þættir

,