Ásgerður Búadóttir
Ásgerður var frumkvöðull nútíma veflistar á Íslandi. Að loknu námi í Myndlista- og handíðaskólanum um miðjan fimmta áratuginn hóf hún nám í Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.