Íslendingar

Helga Ingólfsdóttir

Helga var brautryðjandi í semballeik á Íslandi. Hún lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1963 og einleikaraprófi í semballeik við Tónlistarskólann í München. Aðalstarfsvettvangur Helgu varð í Skálholti en þar stofnaði hún til Sumartónleika í Skálholtskirkju 1975 og var listrænn stjórnandi þeirra í þrjá áratugi.

Frumsýnt

21. júlí 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íslendingar

Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Þættir

,