Tímalína 2020

30 Dec Áhersla á fræðslu í nýjum þjónustusamningi við RÚV

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. Samningurinn var undirritaður þann 30. desember. Samkvæmt samningnum verður lögð aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að það sé í takti við áherslu Ríkisútvarpsins síðustu...

Read More

25 Dec Jólalag Ríkisútvarpsins

Jólalag Ríkisútvarpsins árið 2020 er eftir tónlistarhópinn Umbru og heitir Himnablessun, ljóðið er eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Umbru skipa þær Alexandra Kjeld, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Arngerður María Árnadóttir. Hljóðritun fór fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti. https://www.ruv.is/frett/2020/12/25/jolalag-rikisutvarpsins ...

Read More

01 Dec Jónatan Garðarsson heiðraður á degi íslenskrar tónlistar

Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður fékk Heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar sem kennd eru við Lítinn fugl. Viðurkenninguna fær Jónatan fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/jonatan-gardarsson-heidradur-a-degi-islenskrar-tonlistar  ...

Read More