Sígild og samtímatónlist

Tónverk eftir íslensk tónskáld

Tónlistin í þættinum:

Forleikur í Es-dúr, op. 9 eftir Sigurð Þórðarson. Útvarpshljómsveitin leikur undir stjórn Hans Antolitsch. Hljóðritað fyrir 1968.

Kyrie úr Hátíðarmessu eftir Sigurð Þórðarson.

Karlakór Reykjavíkur syngur, Guðmundur Guðjónsson syngur einsöng, Fritz Weisshappel leikur á píanó, stjórnandi er Sigurður Þórðarson.

Hljóðritun gerð 1965 eða fyrr.

Eigið tema með varíatíónum og fúgu eftir Helga Pálsson. Eþos kvartettinn leikur. Verkið er í 12 þáttum. Útgefið árið 2008.

Þrjú píanóstykki op. 5 eftir Pál Ísólfsson. Gísli Magnússon leikur á píanó.

Þættir verksins eru:

Burlesque

Intermezzo

Caprizzio

Tálsýn, lag og ljóð eftir Gunnstein Ólafsson. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópran syngur og Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó.

Vögguvísa, lag eftir Maríu Brynjólfsdóttur, ljóðið orti Steinn Steinarr.

Sigríður Ella Magnúsdóttir, mezzósópran syngur, Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Hljóðritað 14. apríl 1977.

Tónmeistari: Máni Sigurjónsson

Tæknimaður: Þórir Steingrímsson

Þjóðvísa, lag eftir Jórunni Viðar, ljóðið orti Tómas Guðmundsson. Erla Dóra Vogler mezzósópran syngur, Doris Lindner leikur á píanó.

Útgefið á plötunni Víravirki árið 2010.

Frumflutt

5. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,