Fantasie-impromtu op. 66 í cís-moll eftir Frédéric Chopin. Vladimir Horowitz leikur á píanó.
(Útg. 1990).
Píanótríó í g-moll, op.3 (1881-2) eftir Ernest Chausson.
Verkið er í fjórum þáttum:
1. Pas trop lent - Animé
2. Vite
3. Assez
4. Animé
Pascal Devoyon leikur á píanó, Philippe Graffin á fiðlu og Gary Hoffman á selló.
(Útg. 1998).
Áfangar fyrir klarínettu, fiðlu og píanó eftir Leif Þórarinsson.
Verkið er tileinkað Kristjáni Davíðssyni.
Flytjendur eru Sigurður Ingvi Snorrason á klarinett, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó.
(Útg. 2004).
Á uppleið eftir Kristján Tryggva Martinsson. Tónsmíð innblásin af Flautusónötu í í E-dúr BWV 1035 eftir Johann Sebastian Bach. Kristján Tryggvi leikur sjálfur á keybird.
(Útg. 2025).
Frumflutt
10. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.